top of page
Writer's pictureVíðir Þór Þrastarson

Aðferðir í baráttunni við þunglyndi

Updated: Oct 31, 2023




Í síðasta pistli (sem fjallaði um svartan hund og þunglyndi) komu fram punktar um leiðir til bata.

Þar vísaði ég í myndband sem alþjóða heilbrigðisstofnunin gaf út til að vekja athygli á hve algengt og alvarlegt þunglyndi getur verið.

Samhliða og til viðbótar við ráðleggingarnar sem er að finna í myndbandinu langar mig að birta smá lista um aðferðir sem geta hjálpað.


1. Leita sér aðstoðar, viðurkenna vandann og ath þetta er ekkert til að skammast sín yfir! Þetta er eitthvað sem getur hent alla og skert lífsgæði viðkomandi verulega og haft áhrif á ástvini og fólkið í kring. Það að tala við sína nánustu eða leita sálfræðings eða heilsumarkþjálfa getur gert úrslitakostinn. Víða er einnig hægt að finna upplýsingar um aðstoð, netið, bækur, myndbönd, leitið og þér munið finna.


2. Hreyfing er að mínu mati besta aðferðin við að hlaupa af sér hundinn, sér í lagi hiit æfingar. Frábært er að gera þær úti en það er að sjálfsögðu líka hægt á líkamsræktarstöð.


3. HAM eða hugræn atferlismeðferð. Þar er byggt á að skilja hvernig hugsanir hafa áhrif á hluti í lífi okkar. Leitast er við að leiðrétta svokallaðar hugsanaskekkjur sem valda vanlíðan, s.s leitast við að sjá alla hluti í öðru og jákvæðara ljósi.


4. Mataræði skiptir gríðarlega miklu máli. Sýnt hefur verið fram á að unnin matvæli (ef matvæli skal kalla í mörgum tilfellum) geta haft neikvæð áhrif á andlegan líðan. Þarna er hvítur sykur í fyrsta sæti. Þarna vil ég líka setja inn hvíta hveitið (glútein), casein í mjólk og flest allan unnin skyndibita. Vegna vinnslunnar (oft er þetta djúpsteikt þar sem notuð er feiti sem getur valdið bólgum í líkamanum) verða næringarefni af skornum skammti en það eru einmitt það sem við þurfum, næring, ekki stútfullum magi af drasli. Næringarefnin stuðla einmitt að því að öll líkamsstarfsemi sé upp á sitt besta. Ef við erum að borða sykrað og unnið drasl er viðbúið að upptaka næringaefna í smáþörmum verði skert sökum bólgna sem þessi matvæli eru að valda. Þess ber að geta að geymsla á serótónín birgðum líkamans er að mestu í meltingarærunum. En serótónín er taugaboðefni, stundum kallað gleðihormónið og hefur áhrif á skap, einbeitingu og líðan. Ef allt er í bólgum og vitleysu í meltingafærunum gefur það auga leið að það hefur áhrif á hormónabúskap líkamans og þannig á þunglyndi.


5. Hugleiðslur, bæði núvitund (mindfullness) og innhverf íhugun (transendental meditation).


6. Lyfjagjafir. Almennt lít ég á þetta sem loka úrræði þegar búið er að reyna allt annað.

En því miður er þetta alltof oft að mínu mati fyrst úrræðið. Við mjög djúpt þunglyndi getur þó verið nauðsynlegt að nota lyf til að hjálpa fólki úr dýpsta dalnum, en í framhaldinu þarf að vinna heildrænt og markvisst í átt til bata.


7. Mjög spennandi hlutir eiga sér stað um þessar mundir í tengslum við vitundarvíkkandi jurtir og hvet ég alla til að kynna sér málið. Virtir háskólar um heim allan eru að rannsaka mögnuð áhrif þessara jurta með hreint frábærum árangri. Þau eru einstaklega örugg en meðferðir verða að vera í öruggu rými með meðferðar aðila sem veit hvað hann er að gera. Ennfremur var haldið málþing hér á landi fyrir tveimur árum og ber nafnið liggur svarið í náttúrunni og hvet ég alla til að horfa og meðtaka.



50 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page